Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

  • Domkirkja3

Sunnudagur 2. júní 2013

Sjómannadagshelgin er haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Hátíð hafsins hófst í Reykjavík á laugardagsmorgun og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar staðsettir á Faxagarði og ræstu siglingakeppni Hátíðar hafsins með fallbyssuskoti. Varðskipið Þór tók í gær þátt í hátíðarhöldum á Bolungarvík og tekur varðskipið í dag þátt í hátíðarhöldum á Flateyri.

Að venju á Sjómannadaginn var haldin athöfn við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn frönsku skonnortunnar Etoile stóðu heiðursvörð og lagður var blómsveigur að Minningaröldum Sjómannadagsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra tók þátt í athöfninni auk fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Sjómannadagsráðs,Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, franska sendiráðsins ofl.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson og Hrafnhildur B. Stefánsdóttir.

IMG_3160
Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fer með minningarorð

IMG_3150
Lagður blómsveigur að minningaröldum sjómanna í Fossvogskirkjugarði.

IMG_3137
Látnum sjómönnum vottuð virðing við minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði


IMG_3135

Heidursvordur1

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt áhöfn frönsku skonnortunnar Etoile

IMG_3133
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs spjallar við
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Svanhildur Sverrisdóttir,
starfsmannastjóri vinstra megin.

IMG_3132

IMG_3176

IMG_3130
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra v/s ÞÓR

Heidursvordur2
Gæslufólk stillir sér upp.

Að athöfn lokinni var haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar og þaðan gengið í fylkingu til sjómannamessu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði en Dómkirkjuprestarnir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjónuðu fyrir altari. Meðal gesta var forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson.

IMG_5530

Gengið fylktu liði í Dómkirkjuna.

Domkirkja2

Domkirkja1
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Jóhann Gunnar Arnarsson , bryti og Snorre Greil, stýrimaður lásu upp úr ritningunni.
Að venju lásu starfsmenn Landhelgisgæslunnar einnig upp í sjómannamessu að Hrafnistu í Reykjavík. Að þessu sinni voru það þeir Gunnar Rúnar Pálsson, vélstjóri og Heimir Týr Svavarsson, smyrjari.

IMG_3193

IMG_3196

 IMG_3187

Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur afhenti Ásgrími L. Ásgrímssyni
biblíu til eignar fyrir flugvélina TF-SIF.

IMG_3206
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkv.stjóri aðgerðasviðs og Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri að lokinni sjómannamessu.