Varnarmálafulltrúar kynntu sér starfsemi LHG

  • VarnarmheimasIMG_2397

Miðvikudagur 4. júní 2013

Landhelgisgæslan fékk í vikunni heimsókn varnarmálafulltrúa átta þjóða, Ítalíu, Kanada, Frakklands, Bandaríkjanna, Finnlands, Þýskalands, Bretlands og Hollands sem komu til að kynna sér öryggis- og varnarmál hér á landi.

Áttu þeir m.a. fundi með varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni og ríkislögreglustjóra. Heimsótt var flugdeild og siglt með Baldri út á ytri höfn Reykjavíkur þar sem fór fram björgunaræfing. Einnig voru heimsóttar starfsstöðvar lofthelgis- og varnarmálasviðs LHG við Keflavíkurflugvöll, aðstaða séraðgerða og sprengjueyðingasviðs LHG og sérsveitar RLS. Lauk heimsókninni með skoðunarferð um Víkingasafnið í Reykjanesbæ.

Myndir af æfingu Guðmundur St. Valdimarsson.

IMG_1250
Thorben J. Lund, yfirstýrimaður í flugdeild og Auðunn F. Kristinsson,
verkefnisstjóri aðgerðasviðs kynntu starfsemi flugdeildar LHG.

Varnarmf_heimas

Varnarmf_heimasIMG_2248

VarnarmheimasIMG_2397