Gengið frá samningum um leigu á þyrlum

  • GNA2

Mánudagur 10. júní 2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti sl. fimmtudag forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára. Landhelgisgæslan gekk á föstudag frá samningum vegna leigunnar.

Með leigusamningnum hefur verið eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur í þyrlubjörgunarmálum Landhelgisgæslunnar. Í framhaldi af þessari niðurstöðu mun ráðherranefnd um ríkisfjármál taka ákvörðun um tímasetningu útboðs vegna kaupa á langdrægum björgunarþyrlum sem framtíðarlausn í þyrlubjörgunarmálum þjóðarinnar.

Landhelgisgæslan fagnar þessari niðurstöðu enda var ákvörðun ráðherra í samræmi við tillögu Landhelgisgæslunnar.