TF LIF sótti örmagna ferðakonu á Hornstrandir

  • TF-LIF_8625_1200

Miðvikudagur 3. júlí 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær kl. 18:51 vegna konu sem örmagnaðist á göngu um Hornstrandir. Slæmt símsamband var á svæðinu en samferðafólki tókst að komast í samband í Hornbjargsvita.  TF-LIF fór í loftið kl. 19:16 og lenti á vettvangi kl. 20:39. Var konan orðin mjög blaut og köld og var hún flutt til Reykjavíkur þar sem lent var við skýli Landhelgisgæslunnar kl. 23:02 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti konuna á sjúkrahús.