Landhelgisgæslan með nýjan harðbotna slöngubát í prófunum fyrir Rafnar

  • Leiftur3

Miðvikudagur 3. júlí 2013

Rafnar ehf afhenti í gær séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar hraðskreiðan, tíu metra langan harðbotna slöngubát sem hlotið hefur nafnið Leiftur. Er þetta nýsköpunarverkefni sem Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í með Rafnari frá því snemma árs 2012.

Um er að ræða þriðju tilraunaútgáfu bátsins sem er mjög vel tækjum búinn og verður hann prófaður við ýmsar aðstæður á næstu mánuðum.  Mun Leiftur sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum á grunnslóð, m.a. í samvinnu við samstarfsstofnanir Landhelgisgæslunnar.  Fyrsta verkefni bátsins hófst á afhendingardegi hans en það er fólgið í eftirliti á vestanverðu landinu í samvinnu við Fiskistofu.

Leiftur3
Mynd Jón Páll Ásgeirsson

20130605_untitled_0051
Mynd Þorsteinn Sigurbjörnsson

20130605_untitled_0184
Mynd Þorsteinn Sigurbjörnsson

Leiftur6
Sigurður og Ásgeir hjá séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar
halda í fyrsta verkefni Leifturs sem er eftirlit með starfsmönnum Fiskistofu.
Mynd Jón Páll Ásgeirsson

Leiftur5
Mynd Jón Páll Ásgeirsson