Varðskipið Týr á leið til eftirlits á Miðjarðarhafi

  • Tyr2_juli2013

Fimmtudagur 4. júlí 2013

Varðskipið Týr lagði í vikunni úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til Almería á Spáni en þaðan verður skipið gert út næstu vikur fyrir Landamærastofnun Evrópu - Frontex en Ísland er aðili að stofnuninni í gegnum Schengen. Landhelgisgæslan hefur sinnt hliðstæðum verkefnum frá árinu 2010 og er áætlað að Týr verði við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi.

Átján manns eru í áhöfn Týs og hefur stór hluti þeirra áður tekið þátt í verkefnum þessum og aukið með þeim reynslu sína og hæfni. Einnig verður starfsmaður Landhelgisgæslunnar staðsettur í stjórnstöð Frontex í Madrid. Undanfarin ár hafa varðskip og flugvél Landhelgisgæslunnar komið að björgun hundruða flóttamanna sem sigla á illa búnum bátum og fleytum yfir Miðjarðarhaf og Eyjahaf. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sýnt og sannað að vinnubrögð sem notuð eru hér á landi við leit og björgun á hafinu skila árangri og er því endurtekið óskað eftir aðstoð þeirra við eftirlitið.

Tyr_juli2013

Tyr2_juli2013