TF-LIF flaug yfir Kolbeinsey - útvörðinn í Norðri

Fimmtudagur 29. ágúst 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór í gær í gæslu og eftirlitsflug um Norðvestur- og Norðurmið. M.a. var flogið yfir Kolbeinsey – útvörðinn í Norðri en þar voru tveir bátar að veiðum. Alls sáust um 20 skip á á flugleiðinni og var mikið af makríl í sjó frá Eyjafirði, Húnaflóa inn Mjóafjörð og í Faxaflóa.

Eins og sést á myndinni seig sigmaður niður í Kolbeinsey og skoðaði aðstæður en ekki er að sjá merki þess að í eyjunni hafi verið steyptur þyrlupallur á sínum tíma en áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989. Síðan hefur eyjan jafnt og þétt minnkað.

Landhelgisgæslan hefur reglulega fylgst með Kolbeinsey,  bæði úr skipum og flugförum en undirstöður hennar virðast lengi hafa verið mjög rýrar. Sjá einnig frétt hér frá mælingum varðskipsáhafnar í júní sl.


Kolbey1989_1

Mynd sem var tekin árið 1989 þegar unnið var að smíði þyrlupallsins.