Minnast áhafnar þyrlunnar TF-RAN sem fórst fyrir þrjátíu árum

Föstudagur 8. nóvember 2013

Í dag minnist Landhelgisgæslan þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Rán, þyrla Landhelgisgæslunnar fórst skömmu eftir flugtak frá varðskipinu Óðni undan Höfðaströnd í Jökulfjörðum.

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í morgun yfir Jökulfirði og kastaði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar út blómakransi til minningar um áhöfn þyrlunnar sem fórst þennan dag fyrir þrjátíu árum síðan. Í áhöfn þyrlunnar voru Björn Jónsson flugstjóri, Þórhallur Karlsson flugstjóri, Sigurjón Ingi Sigurjónsson stýrimaður og Bjarni Jóhannesson flugvirki.

Björgunarþyrlan Rán, var keypt árið 1980. Hún var af gerðinni Sikorsky S 76 og fékk kallnúmerið TF-RAN. Hún var sérhönnuð til leitar-, björgunar, gæslu- og eftirlitsstarfa. Mynd úr flugskýli LHG tók Árni Sæberg.

Hér eru umfjöllun fjölmiðla af slysinu. Nr. 1, Nr. 2,


Forsíðufrétt Morgunblaðsins 9. nóvember 1983


Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar


Blómsveig kastað yfir Jökulfjörðum


TF-RAN Myndasafn Morgunblaðsins