Björgunarþyrlan Líf flutti hjartveikan mann á sjúkrahús

Miðvikudagur 26. október 2005.

Læknir á Ólafsvík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 13:06 og óskaði eftir þyrlu til að sækja mann sem var með kransæðastíflu. 

Áhöfn björgunarþyrlunnar Lífar var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 13:33.  Lent var á Rifi en þangað var sjúklingurinn fluttur með sjúkrabíl.  Þar sem flytja átti manninn á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut lenti þyrlan við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli og þar beið sjúkrabíll eftir manninum.  Þyrlan lenti þar kl. 14:48.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.