Samningur undirritaður vegna rafkerfisbreytinga

Umfangsmiklar og atvinnuskapandi framkvæmdir

Föstudagur 10. janúar 2014

Nýverið var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og Bergraf í Reykjanesbæ um 6. áfanga við rafkerfisbreytingar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Samningurinn er að upphæð kr. 330 milljónir og er verktími út árið 2014. 

Um er að ræða umfangsmiklar og atvinnuskapandi framkvæmdir á svæðinu en um 30 manns munu koma að verkefninu sem hefur umtalsverð margfeldisáhrif.

Verkefnið sem felst í að breyta rafkerfum á Öryggissvæðinu hófst árið 2009 og er vinnu við 1. – 5. áfanga lokið og var kostnaður við þau verkefni um 200 milljónir.   Ráðgert er að bjóða út 7. áfanga í mars.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með framkvæmdunum.