Þyrla LHG fór í sjúkraflug í Flatey

  • GNA3_BaldurSveins

Fimmtudagur 20. mars 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 22:05 í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda í Flatey á Breiðafirði. TF-GNÁ fór í loftið kl. 22:51 og lenti í Flatey kl. 23:38.  Var maðurinn fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 23:53 og lenti við Borgarspítalann kl. 00:35.