Þyrla LHG fór í tvöfaldan sjúkraflutning frá Snæfellsnesi

Laugardagur 12. apríl 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:10 að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna veikinda í Ólafsvík. Fór þyrlan í loftið kl. 14:45 og lenti á Rifi kl. 15:25. Þegar þyrlan var á leið til Reykjavíkur kl. 15:47 óskaði læknir í Stykkishólmi að nýju eftir þyrlunni vegna alvarlegra veikinda. Þyrlunni var snúið við og flaug hún til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Stykkishólmi. Lenti hún við Vegamót á Snæfellsnesi um kl. 16:00  og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var í loftið frá Vegamótum kl. 16:23 og lent við Borgarspítalann kl. 16:43.