Bandarísk flugsveit hefur viðdvöl á Íslandi

Föstudagur 13. júní 2014

Flugsveit bandaríska sjóhersins hefur viðdvöl á Íslandi næstu daga vegna æfinga og eftirlitsverkefna í framhaldi af reglubundinni loftrýmisgæsluvakt bandaríska flughersins. Gert er ráð fyrir að þrjár P-3 eftirlitsvélar ásamt áhöfnum og starfsliði, alls 100 manns, verði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.