Kristina EA-410 strandaði úti fyrir Grundarfirði

Fimmtudagur 17. júlí 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:29 eftir að tilkynning barst um að skuttogarinn Kristina EA-410, stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, væri strandaður um sjö sjómílur úti fyrir Grundarfirði.

Varðskipið Þór var auk þess kallað út ásamt björgunarsveitum á Snæfellsnesi. Fljótlega komu björgunarskip og bátar með kafara á vettvang strandsins. Smávægilegur leki kom að skipinu, en strax var hafist handa við dælingu. Skemmtiferðaskipið Delphin var skammt undan og bauð fram aðstoð sína en varð frá að hverfa vegna aðstæðna.

Tilkynning barst kl. 20:37 um að Kristina væri laus af strandstað og sigldi undir eigin vélarafli til Grundafjarðar. Voru þá björgunareiningar afturkallaðar. Kristina kom til hafnar á Grundarfirði kl. 22:18.