Áhöfn varðskipsins Þórs aðstoðaði vísindamenn í Surtsey

  • Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Föstudagur 25. júlí 2014

Varðskipið Þór aðstoðaði vísindamenn í síðustu viku við að komast til og frá Surtsey sem er friðuð en vöktuð af vísindamönnum frá þeim degi sem hún myndaðist í eldgosi árið 1963.  Varðskipsmenn lentu í eyjunni á zodic bátum og voru tólf manns flutt frá eyjunni til Vestmannaeyja ásamt 400 kg af búnaði. Síðar sama dag voru fimm vísindamenn ásamt 500 kg af búnaði sóttir í og fluttir til Surtseyjar. Gott veður var og ekki mikið mál að lenda í eyjunni. Meðal verkefna voru viðgerðir á veðurstöð og vefmyndavél ásamt ýmsu öðru, Þess má geta að tvær nýjar plöntutegundir fundust að þessu sinni í eyjunni. 

  

Nýverið fór varskipið einnig í útkall vegna leka í  m/b VALÞÓR GK-123 sem er 50 tonna stálbátur. Báturinn var staddur skammt undan Snæfellsnesi og var þriggja manna áhöfn um borð. Varðskipið hélt strax með aukinni ferð á staðinn en björgunarbáturinn Sæbjörg II af Snæfellsnesi var fljótlega komin að bátnum með dælur. Náðist að stöðva lekann sem var við sjórör að aðalvél. Þegar varðskipið kom á staðinn var dráttartaug komið milli skipa og báturinn dreginn til Hafnarfjarðar í viðgerð. 

Myndir v/s Þór
Mynd af Þór - Árni Sæberg.