TF-SIF flaug yfir Bárðarbungu og Dyngjujökul 

Þriðjudagur 26. ágúst 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir Bárðarbungu, Dyngjujökul, Öskju, Kverkfjöll og Herðubreið og aflaði gagna með ratsjár- og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Ágætt skyggni var á svæðinu og sáust engar breytingar á yfirborðinu. 

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar í fluginu.
Sjá einnig Landhelgisgæsluna á Facebook. 


Unnið með gögn úr eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar


Dyngjujökull



Herðubreið 



Askja


Kverkfjöll


Stýrimenn fóru yfir markmið flugsins og sýndu samanburð gervihnatta og ratsjárgagna.