Engar frekari breytingar sjáanlegar í flugi TF-SIF

Fimmtudagur 28. ágúst 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í morgun með vísindamenn og fulltrúa almannavarna yfir Vatnajökul. Markmið flugsins var að skoða betur sigkatla sem fundust í Bárðarbungu í gær. Einnig var flogið lágflug yfir Hágöngulón og Köldukvísl. Engar breytingar voru sjáanlegar og engin merki um gos. Ágætt veður var á svæðinu, léttskýjað yfir jöklinum en skýjað norðan við Öskju. Norðan Vatnajökuls var austan hvassviðri og mold/sandfok.

Myndir úr eftirlitsbúnaði TF-SIF

Sprungan austur af Holuhrauni. Hún virðist liggja frá norðri til suðurs.



Sigkatlar virðast ekki hafa stækkað frá í gær.