TF-LÍF fór í útkall til Vestamannaeyja

Fimmtudagur 4. september 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 17:23 eftir að alvarlegt slys varð í Vestmannaeyjum. TF-LÍF fór í loftið sautján mínútum síðar eða kl. 17:40 og var lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum kl 18:13. Hinn slasaði var fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl 18:34 og var lent við Landspítalann í Fossvogi kl 19:54.