Hugsanlegt að Akrafell losni á háflóði um miðnætti

Laugardagur 6. september 2014 kl. 23.30

Verið er að skoða möguleikann á að ná Akrafelli, flutningaskipi Samskipa af strandstað í kvöld.

Fimm varðskipsmenn eru auk skipstjóra um borð í skipinu og björgunaraðilar viðbúnir því að skipið losni af strandstað á háflóði sem er í kringum miðnætti.

Ef skipið losnar mun fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU toga í skipið og aðstoða það af skerinu við Vattarnes.

Myndirnar tók TF-SIF dag þegar flugvélin rannsakaði svæðið með mengunareftirlitsbúnaði flugvélarinnar.