Akrafell losnaði af strandstað á háflóði

Sunnudagur 7. september 2014 kl. 00.10

Akrafell, flutningaskip Samskipa losnaði um miðnætti af strandstað við Vattarnes á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fimm menn auk skipstjóra voru borð í skipinu þegar það losnaði.  Ekki hefur orðið vart við mengun frá skipinu. 

Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU er með skipið í togi og er áætlað að sigla til hafnar á Reyðarfirði. Áætlað er að siglingin taki 4 klukkustundir.

Varðskipið Ægir fylgir skipunum eftir og verður til taks ef á þarf að halda. 

Myndir sem Guðmundur St Valdimarsson tók þegar skipið losnaði af strandstað.

Sjá myndir á Facebook síðu Landhelgisgæslunnar