Þyrla LHG bjargaði ferðamanni úr þverhníptu klettabelti

  • TF-LIF_8625_1200

Þriðjudagur 9. september 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út kl. 18:37 í gærkvöldi að beiðni fjarskiptamiðstöðvar RLS vegna ferðamanns í sjálfheldu efst í Ófeigfjalli á Reyðarfirði. Maðurinn var í 900-1000 metra hæð í þverníptu klettabelti.

Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík kl. 19:19  með þrjá undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þegar þyrlan kom á staðinn var byrjað að leita upp í fjallshlíðum og fannst maðurinn fljótlega þar sem hann notaði símann sinn til að lýsa í átt að þyrlunni og sást hann vel í nætursjónaukum. Ákveðið var að lenda á toppi Ófeigsfjalls til að láta út undanfara SL hjá ferðafélaga mannsins og á sama tíma létta þyrluna. Var síðan farið að nýju í loftið og farið til mannsins. Sigmaður fór niður til hans í björgunarlykkju og kom niður um 10-15 metrum til hliðar og 2 metrum fyrir neðan. Fikraði hann sig að manninum á lausamölssyllu og tók hann með sér upp í björgunarlykkjunni. Var síðan ferðafélagi mannsins og undanfarar sóttir á topp Ófeigsfjalls. Var síðan farið á Eskifjörð með mennina og lent þar um kl. 22:00. 

Að sögn þyrluáhafnar voru mennirnir ekki illa haldnir og þurftu ekki á frekari aðstoð að halda en þeir voru sannarlega frelsinu fegnir.