Þyrlan TF-SYN flaug með vísindamenn og almannavarnir að Bárðarbungu og Holuhrauni

Fimmtudagur 11. september 2014

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með menn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavörnum upp á Bárðarbungu og Kverkfjöll til að setja niður mæla og vinna við ýmsan búnað. 

Að vinnu lokinni var flogið yfir Dyngjujökul og Holuhraun til að meta aðstæður og gera mælingar á hraunstreyminu. Var síðan haldið til eldsneytistöku á Akureyri áður en haldið var til Reykjavíkur. Myndir frá áhöfn TF-SYN.