Staðan metin á strandstað Green Freezer

  • _MG_0632

Fimmtudagur 18. september 2014 kl. 01:50

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Landhelgisgæslunnar komu á strandstað flutningaskipsins Green Freezer í Fáskrúðsfirði upp úr miðnætti. Ástandið á strandsstað er metið stöðugt og ekki mikil mengunarhætta, þá er góð veðurspá næstu daga.

Landhelgisgæslan hefur gefið eigendum skipsins frest fram yfir morgunflóð kl.10:00 til að ná skipinu út með aðstoð dráttarbáts. Takist það ekki mun Landhelgisgæslan meta hvort beitt verði íhlutunarrétti í samræmi við lög um varnir gegn mengun hafs og strandar. 

Varðskipið Þór er á leið á strandstað og verður komið á staðinn um kl. 18:30 í kvöld en skipið var við eftirlit á Vestfjarðarmiðum þegar Green  Freezer strandaði. Þá eru kafarar Lanhelgisgæslunnar á leiðinni á staðinn.