Þyrla LHG sótti sjúkling í Stykkishólm

Þriðjudagur 30. desember 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda. TF-GNA fór í loftið kl. 00:08 og lenti við flugstöðina í Stykkishólmi þar sem sjúkrabifreið beið með sjúkling. Var hann fluttur um borð í þyrluna og undirbúinn fyrir flutning. Farið var að nýju í loftið kl. 00:53 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 01:32 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti sjúklinginn á Landspítala.