Slys á Viðeyjarsundi - Þrír björguðust er skemmtibátur sökk en tveggja er saknað

Laugardagur 10. september 2005.

Um klukkan tvö barst Neyðarlínu neyðarkall frá fólki um borð í skemmtibát sem í nauðum á Viðeyjarsundi, staðsettning var ókunn. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út, þyrla frá Landhelgisgæslu, bátar og kafarar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Þremur var bjargað af bátnum en tveggja er saknað og stendur leit yfir. Kafarar eru við leit á slysstað, bátar leita í nágrenni og byrjað er að ganga fjörur.

 

Sameiginleg fréttatilkynning frá Lögreglunni í Reykjavík, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.