Leki kom að fiskiskipi á leið í slipp

  • _MG_0659

Fimmtudagur 5. febrúar 2015

Landhelgisgæslunni barst kl 03:10 í nótt tilkynning frá fiskiskipi vegna leka sem hafði komið upp í lúkar skipsins. Skipið var staðsett 4 sjómílur SV af Dritvík á leið í slipp. Sögðu skipverjar að dælur hefðu undan en samt sem áður var þeim ráðlegt að halda til næstu hafnar. Skipstjóri vildi halda áfram og taldi ekki þörf á aðstoð. Var skipið að sigla inn í betra veður og tekin var ákvörðun um að skipstjóri heftði reglulegt samband við Landhelgisgæslunnar. Einnig var bátum á svæðinu gert viðvart og þeim tilkynnt að hugsanlega yrði óskað eftir aðstoð þeirra.  Skipstjóri hringdi inn til Landhelgisgæslunnar á hálftíma fresti og minnkaði lekinn talsverð þegar leið á ferðina.  Skipið kom til hafnar um kl. 11:15.