Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Patreksfjörð

Nú rétt í þessu eða ríflega tuttugu mínútur yfir miðnætti fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið eftir að óskað var aðstoðar þyrlu til að sækja sjúkling á Patreksfjörð sem var með miklar blæðingar. Ekki var hægt að fljúga sjúkraflugvél á Patreksfjörð vegna lendingarskilyrða á svæðinu og því var óskað eftir aðstoð þyrlu.

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á Patreksfjörð til að sækja sjúklinginn og er áætlaður flugtími rúmar 50 mínútur.