Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa staðið vaktina í dag sem og aðra daga og nóg hefur verið að gera við æfingar og fleira.

Áhöfnin á varðskipinu Þór og áhöfn þyrlunnar TF-LIF voru við samæfingar í dag ásamt bátum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem æfð voru samskipti og samhæfing björgunareininga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar vegna leitar og björgunar. Gekk æfingin mjög vel.

Áhöfnin á varðskipinu Tý smellti af nokkrum myndum í dag þar sem áhöfnin var að huga að aðgerðarbátum varðskipsins í sólskini og 25 stiga hita. Varðskipið er við eftirlits- og björgunarstörf í Miðjarðarhafi og tilbúið til björgunarstarfa ef kallið kemur.

Sem sagt nóg að gera hjá Landhelgisgæslunni og starfsmenn senda sumarkveðjur.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

 
 Áhöfnin á Tý hugar að aðgerðabát varðskipsins.
 
 
 

Skipherra og stýrimenn á Þór stýra aðgerðum dagsins.

Frá vinstri: Páll Geirdal yfirstýrimaður, Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og Gísli Valur Arnarson stýrimaður.

 
Varðskipið Þór við æfingar ásamt bátum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Mynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.