Landhelgisgæslan tekur þátt í flugmessu í Grafarvogskirkju

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugmessu sem haldin var í Grafarvogskirkju. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug yfir svæðið og lenti síðan á bílaplaninu við kirkjuna með presta sem þátt tóku í messunni. Tók áhöfn þyrlunnar einnig þátt í messunni ásamt fleiri starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og fólki héðan og þaðan úr flugstarfsemi hér á landi.

Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur í Grafarvogskirkju þjónaði fyrir altari. Yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, Sigurður Heiðar Wiium spilaði meistaralega á trompet, Jóhannes Jóhannesson þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni las úr ritningunni og flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar, Sindri Steingrímsson las bæn ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra ISAVIA, tveimur flugfreyjum frá Icelandair og sóknarprestinum. Þá flutti Arngrímur Jóhannsson pistil, kirkjugestum til mikillar ánægju og Flugfreyjukórinn söng af hjartans lyst.

Hér má sjá nokkrar myndir frá flugmessunni í dag.

 
 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN kemur inn til lendingar á bílaplaninu við Grafarvogskirkju
 
 Hér má sjá yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar spila á trompet ásamt flugfreyju frá Icelandair og Flugfreyjukórinn syngur

 
Jóhannes Jóhannesson þyrluflugmaður les úr ritningunni