Beiðni um aðstoð vegna strandveiðibáts sem fékk net í skrúfuna

  • _MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan ellefu í morgun beiðni frá strandveiðibát sem staddur var skammt undan Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi og hafði fengið net í skrúfuna. Nærstaddir bátar voru kallaðir til aðstoðar auk þess sem björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði var kallað út sem og harðbotna björgunarbátur Landsbjargar í Bolungarvík. Björgunarbáturinn frá Bolungarvík fór ásamt Sædísi /2700 á vettvang og tók Sædís strandveiðibátinn í tog þar til að staðfest var að drif bátsins væri í lagi. Sigldi báturinn í framhaldi af því undir eigin vélarafli og frekari aðstoð var því afþökkuð.