Víðtækt útkall vegna neyðarskeytis - ástæður ókunnar

Klukkan 13:17 heyrði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver sendir neyðarkallið en þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, lögregla og varðskipið Þór eru á leið á vettvang til leitar. Ástæða neyðarkallsins er ekki ljós en einskis er saknað á þessu svæði, hvorki báta né ferðafólks. Verið er að leita í skálum og kanna ferðir skipa á svæðinu og þannig reyna að finna tilurð neyðarkallsins. Ef einhverjir hafa nánari upplýsingar eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa umsvifalaust samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í síma 545-2100 eða við lögreglu.