TF-SYN æfir gúmmíbátadropp

Þriðjudagur 16. ágúst 2005.

Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipinu Óðni tók þessa flottu mynd á Stakksfirði í gær þegar áhöfn TF-SYN æfði sig í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu.

Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN er þannig úr garði gerð að hægt er að kasta út úr henni björgunarbátum.

Sama gildir einnig þegar TF-SYN er send til leitar að bátum sem hafa sent út neyðarkall eða dottið út úr sjálfvirka eftirlitskerfinu hjá Vaktstöð siglinga eða úr fjareftirliti stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingftr.