Þyrlan lögð af stað frá Breiðdalsvík

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú lögð af stað frá Breiðdalsvík áleiðis til Reykjavíkur með sjúklinginn frá Neskaupstað sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Mun þyrlan fljúga til Reykjavíkur með viðkomu á Höfn til eldsneytistöku og er áætluð koma til Reykjavíkur síðla nætur. Með í för eru sérhæfður læknir og hjúkrunarfræðingur og verður sjúklingnum komið á Landspítala Háskólasjúkrahús í Reykjavík.