Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hefur verið ráðinn til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands

Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Landhelgisgæslunni. Hann heitir Sólmundur Már Jónsson og er viðskiptafræðingur að mennt, fæddur árið 1965.

Sólmundur hefur starfað sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun og verið kennari í hagfræði við Verslunarskóla Íslands auk þess að vera fjármálastjóri hjá Fangelsismálastofnun og í dómsmálaráðuneytinu.

Frá árinu 1999 hefur hann verið  framkvæmdastjóri rekstrar- og þjónustusviðs hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík og var valinn úr hópi 41 umsækjanda um starfið.  Sólmundur hefur störf hjá Landhelgisgæslunni 1. september næstkomandi.