Áhöfn TF-SIF í laxaeftirliti á Hornströndum

Föstudagur 15. júlí 2005.

 

Áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, aðstoðaði lögregluna á Ísafirði við laxaeftirlit í gær. Flogið var um Hornstrandir og ólöglegra netalagna leitað. Tvö net fundust og voru gerð upptæk ásamt afla, en í þeim reyndust 3 laxar. Áhöfn varðskipsins Óðins kom til aðstoðar þegar netin voru tekin upp.

 

Meðfylgjandi myndir tók Páll Geirdal, yfirstýrimaður.

Á fyrri myndinni sjást f.v. Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri, Pétur Björnsson, lögregluvarðstjóri, Jóhannes Friðrik Ægisson, háseti og Reynir G. Brynjólfsson, flugvirki.