Leit að vélbátnum Blika

Vaktstöð siglinga hóf eftirgrenslan eftir vélbátnum Blika um kl. 1600 sem kallað hafði upp vaktstöð siglinga á rás 16, neyðar- og uppkallsrásinni, en ekkert heyrðist svo meira í þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vaktstöðvar sigling til að hafa samband. Kallað var á Björgunarsveitina Berserki í Stykkishólmi sem ætlaði að sjósetja slöngubát og hefja leit á Hrúteyjaráli á Breiðafirði þar sem talið var að báturinn væri staddur. Baldur, sjómælingabátur LHG, sem var í Ólafsvík bjó sig einnig til leitar. Þyrlu LHG, TF-LIF, var snúið við þar sem hún var á leið frá Rifi til Reykavíkur og fann hún Blika um kl 1700 þar sem hann var í námundan við Miðleiðarsker á Hrútaðfjarðaráli. Ekkert amaði að. Virðist hafa verið um bilun að ræða í fjarskiptatækjum um borð í Blika.