Áhafnir varðskipsins Týs og þyrlunnar TF-LIF æfa með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Þriðjudagur 10. maí 2005.

 

Nýlega æfði áhöfn varðskipsins Týs og áhöfn TF-LIF viðbrögð við eldsvoða í skipi með c-vakt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.  Slökkviliðsmenn voru fluttir með þyrlu út í varðskip og hafði áhöfn varðskipsins undirbúið komu þeirra og fyrirhugað verkefni, m.a. með vatnsöflun og fleira.  Síðan æfðu slökkviliðsmenn reykköfun í skipi ásamt reykköfurum varðskipsins.

 

Að sögn Jörgens Valdimarssonar vaktstjóra c-vaktar SHS gekk æfingin mjög vel og vonast hann til að áframhald verði á sameiginlegum æfingum.

 
Sjá meðfylgjandir mynd sem Jörgen Valdimarsson tók á æfingunni.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.