Nýir léttbátar á varðskipunum

Mánudagur 9. maí 2005.

Varðskipin hafa fengið nýja harðbotna léttbáta af gerðinni Valiant 570 en þeir koma í stað eldri báta af gerðinni Avon 540 sem hafa verið á varðskipunum í 12-14 ár og reynst vel.  Kominn var tími til að skipta þeim út vegna aldurs og slits.

Varðskipsmenn eru harla ánægðir með nýu bátana, a.m.k. eftir fyrstu tilraunasiglingar á þeim.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.


Hér er verið að prufukeyra léttbátinn á Tý en hann er í daglegu tali kallaður Prinsinn. (Mynd: Guðmundur Rúnar Jónsson stýrimaður)


Léttbátur Óðins prufukeyrður (mynd Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður.)