Sjúkraflug með spænskan sjómann

Laugardagur 7. maí 2005

 

Björgunarstjórnstöðin í Madrid hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 10 og tilkynnti að spænski togarinn Eirado do Costal væri með veikan mann um borð sem þyrfti að komast á sjúkrahús.  Togarinn var þá staddur á Reykjaneshrygg, 240 sjómílur suðvestur af Reykjavík. 

 

TF-LIF fór í loftið kl. 11:37 og TF-SYN kl. 12:41 en flugvélin fylgdi þyrlunni til öryggis .  Sigmaður í áhöfn TF-LIF náði sjúklingnum um borð í þyrluna kl. 13:30. 

 

TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 15:17 og TF-LIF kom tíu mínútum síðar.  Á flugvellinum beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

     

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.