Bílslys við Arnarstapa á Mýrum - TF-SIF flutti slasaðan farþega á sjúkrahús

Sunnudagur 17. apríl 2005.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 17:48 og kom á framfæri beiðni læknis í Borgarfirði um þyrlu í viðbragðsstöðu vegna bílslyss við Arnarstapa á Mýrum. Tveir menn voru í bíl sem hafði oltið og var talið að annar þeirra væri nokkuð mikið slasaður.  Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 18:10.

Stuttu síðar hafði lögreglan í Borgarnesi samband og óskaði eftir að þyrlan lenti við samkomuhúsið Lyngbrekku.  Þangað kom þyrlan kl. 18:27 og var þá búið að búa um hinn slasaða í sjúkrabíl.  Hann var fluttur ásamt félaga sínum með þyrlunni til Reykjavíkur.  Hún lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 18:56.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.