Næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu heimsækir LHG

Í dag, miðvikudaginn 13. apríl, heimsótti Sir John Reith, næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu, Landhelgisgæsluna í boði Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók opinberlega á móti gestunum sem síðan var kynnt almenn starfsemi LHG, samstarfið við Varnarliðið, erlent samstarf og starfsemi sprengjudeildar LHG, innanlands sem og erlendis. Við þetta tækifæri skiptust Georg Kr. Lárusson og Sir John Reith á vináttugjöfum. Við sama tækifæri var Birni Bjarnasyni afhent mynd er tengdist alþjóðlegu starfi sprengjudeildar LHG.

 

Landhelgisgæsla Íslands

 


Tekið á móti gestum fyrir utan höfðustöðvar LHG. Mynd: Níels Bjarki Finsen.

 

Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG og Sir John Reith næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu. Mynd: Níels Bjarki Finsen.

 

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tekur við mynd frá Jónasi Þorvaldssyni sprengjusérfræðingi. Mynd: Níels Bjarki Finsen.