Landhelgisgæslan og 112 dagurinn í Smáralind

Föstudagur 11. febrúar 2005.

Það var mikið um dýrðir á bílaplaninu við Smáralind í dag er Landhelgisgæslan og fleiri björgunaraðilar héldu sýningu á björgunartækjum sínum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þau björgunartæki sem Landhelgisgæslan sýndi og starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem stóðu að sýningunni af hálfu stofnunarinnar.


Mynd DS: TF-SIF á sveimi yfir Smáralind.  Fyrst var sýnd björgunaræfing og þegar þyrlan lenti á bílaplaninu bauðst gestum að skoða þyrluna.


Mynd Adrian King: Björgunaræfingin í fullum gangi.


Mynd DS: Það myndaðist troðningur við TF-SIF þegar slökkt hafði verið á hreyflunum og gestir máttu skoða þyrluna.



Mynd DS: Þengill Oddsson læknir í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og flugstjórinn Jakob Ólafsson



Mynd DS:  Í áhöfn þyrlunnar er flugstjóri, flugmaður, stýrimaður (sigmaður), flugvirki (spilmaður) og læknir.  Hér eru Jón Erlendsson flugvirki við TF-SIF og Sigurður Heiðar Wiium flugmaður.


Mynd DS: Páll Geirdal yfirstýrimaður (sigmaður) með sjúkrabörurnar úr TF-SIF.



Mynd DS: Sérútbúin bifreið sprengjudeildar (sprengjubíllinn) og vélmenni sem notað er til sprengjueyðingar vöktu mikla athygli.  Hér er sjónvarpsfréttamaður að taka viðtal við Sigurð Ásgrímsson sprengjusérfræðing en Ágúst Magnússon sprengjusérfræðingur fylgist með í sérstökum búningi sem notaður er við hættulegar aðstæður. Adrian King sprengjusérfræðingur situr inni í bílnum og stjórnar vélmenninu.



Mynd DS: Börnunum fannst gaman að skoða tækin í sprengjubílnum.  Hér eru ungir áhugasamir menn á spjalli við Adrian King sprengjusérfræðing.



Mynd DS: Þessi litli piltur var dálítið hikandi þegar honum bauðst að heilsa upp á Ágúst í múnderingunni.


Mynd DS: Páll Geirdal yfirstýrimaður (sigmaður) í áhöfn TF-SIF og Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður, sem skipulagði 112-daginn af hálfu Landhelgisgæslunnar, voru bara nokkuð hressir yfir áhuga sýningargesta á tækjum stofnunarinnar.


Mynd DS: Friðrik H. Friðriksson varðstjóri í stjórnstöð og kafari sýndi Springer-bátinn.


Mynd DS