Bein útsending frá fjarskiptamiðstöð lögrelgunnar og varðstofu 112

Föstudagur 11. febrúar 2005.

Nú er hægt að fylgjast með vinnu starfsmanna í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og varðstofu 112 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í beinni útsendingu.  Þetta er gert í tilefni af 112-deginum í dag og er liður í að kynna starfsemi þessara aðila sem alla jafna fer fram fyrir luktum dyrum.  Vefmyndavélar hafa verið settar upp en þess verður gætt að trúnaðarupplýsingar birtist ekki í mynd.  Slóðin er www.siminn.is/112

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.