Slasaður maður fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílslys á Akranesi

Föstudagur 4. febrúar 2005.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, flutti slasaðan mann frá Akranesi á sjúkrahús í Reykjavík í dag.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 14:08 og tilkynnti um slys á Akranesi en þar hafði bílstjóri vörubíls slasast mikið eftir að vörubíllinn valt. Óskað var eftir þyrlu til að sækja manninn.

TF-SIF var í æfingaflugi yfir ytri höfninni í Reykjavík. Henni var þegar flogið út á Reykjavíkurflugvöll þar sem eldsneyti var tekið fyrir flugið.  Þyrlan fór í loftið frá flugvellinum kl. 14:24 og var komin til Akraness kl. 14:40.  Þaðan hélt þyrlan kl. 15:08 og lenti síðan við slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi kl. 15:14.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.