Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann í Esjuna

Laugardagur 15. janúar 2005.

Neyðarlínan hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 15:31 og óskaði eftir þyrlu í viðbragðsstöðu vegna manns sem hafði slasast við fall í Esjunni.  Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út.

Talið var að maðurinn hefði fallið um 30 metra niður hlíðina.  Að sögn starfsmanna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem voru á staðnum var talið að maðurinn væri með höfuð- og hnémeiðsli og eymsli í baki. 

Kl. 15:50 var óskað eftir þyrlu á staðinn og fór TF-LIF í loftið kl. 16:06.  Hún var komin á slysstað kl. 16:12 og fór sigmaður niður að koma sjúklingi fyrir á börum fyrir flutninginn ásamt starfsmönnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.  Búið var að hífa sjúklinginn og sigmanninn upp í þyrluna kl. 16:41 og var þá haldið til Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi þar sem þyrlan lenti um kl. 16:50.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.