Þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu vegna bílslyss

Fimmtudagur 30. desember 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 13:54 og lét vita af bílslysi á Holtavörðuheiði en þar hafði bíll ekið aftan á annan bíl.  Barnshafandi kona var í öðrum bílnum og var sjúkrabíll með lækni og ljósmóður á leiðinni.  Beðið var um þyrlu í viðbragðsstöðu. 

Læknir í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var í sambandi við lækninn í sjúkrabílnum og var talið rétt, með hliðsjón af upplýsingum um líðan konunnar, að bíða með að senda þyrluna af stað.  Þyrluáhöfn var samt sem áður í viðbragðsstöðu þar til sjúkrabíllinn kom á staðinn og læknirinn hafði metið ástand konunnar.

 
Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.