Útkall vegna dragnótarbátsins Sigurvins

Mánudagur 20. desember 2004.

Dragnótarbáturinn Sigurvin SH-119 varð vélarvana 0.6 sjómílur vestur af Reykjanesi um kl. 13:55 í dag.  Um borð voru fjórir menn og hafði skipstjórinn samband við Reykjavíkurradíó og óskaði eftir aðstoð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og þyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru þegar kallaðar út ásamt björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.  Varðskipið Týr var einnig nærstatt og hélt þegar í átt til Sigurvins.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, fór í loftið kl. 14:19 og var að koma á svæðið þegar skipstjóri Sigurvins tilkynnti að tekist hefði að koma vélinni í gang.  Það var um kl. 14:30.  Aðstoðarbeiðni var þá afturkölluð og hættuástandi aflýst.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.