Flugrekstrarhandbók Landhelgisgæslunnar samþykkt

Þriðjudagur 14. desember 2004.


Flugöryggissvið flugmálastjórnar samþykkti í dag flugrekstrarhandbók Landhelgisgæslunnar sem hefur verið í smíðum sl. þrjú ár.  Að sögn Björns Brekkan flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar eru í flugrekstrarhandbók m.a. verklagsreglur um starfsemi og rekstur flugdeildar, vinnu- og hvíldartíma og þjálfun áhafna.  Að hans mati er þetta stór áfangi í átt til aukins öryggis í rekstri flugdeildar stofnunarinnar.


Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.