Slasaður drengur sóttur með þyrlu

Mánudagur 13. desember 2004.

 

Neyðarlínan gaf stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við lækni á Grundarfirði kl. 16:32 sem óskaði eftir þyrlu til að sækja þriggja ára gamlan dreng sem hafði slasast við að falla í hálku. 

 

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 17.   Drengurinn var sendur með sjúkrabíl í átt til Reykjavíkur og fór þyrlan til móts við hann.  TF-LIF lenti við Kaldármela þar sem drengurinn var fluttur úr sjúkrabílnum í þyrluna.

 

Þyrlan lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi um kl. 18.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.

 

Mynd LHG/ Friðrik Höskuldsson stýrimaður: TF-LIF