Jólaball Landhelgisgæslunnar

Mánudagur 13. desember 2004.

Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar stóð fyrir jólatrésskemmtun í flugskýli stofnunarinnar við Reykjavíkurflugvöll sl. laugardag frá kl. 17-19.  Starfsmenn fjölmenntu þar ásamt börnum, vinum og vandamönnum.

Það vakti mikla athygli nú eins og áður þegar Stekkjastaur og Gáttaþefur komu í þyrlu að flugskýlinu og í þetta sinnið höfðu þeir náð að góma Birgittu Haukdal söngkonu með sér í flugferðina. Stekkjastaur var flugstjóri.

Gáttaþefur og Birgitta fóru með gamanmál og sungu fyrir börnin.  Síðan fengu þau nammipoka frá jólasveinunum og dönsuðu í kringum jólatréð.  Að síðustu var boðið upp á pizzur og gos í kvöldmatinn.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd DS:  Gáttaþefur og Birgitta koma hlaupandi frá þyrlunni. Það var farið að dimma svo ekki náðust góðar myndir af lendingunni.

Mynd DS:  Börnin hópuðust í dyr flugskýlisins og tóku á móti Birgittu og Gáttaþefi með mikilli eftirvæntingu.  Stekkjastaur kom síðar þegar hann hafði gengið frá þyrlunni.

Mynd DS: Birgitta Haukdal og Gáttaþefur fóru á kostum. Vart mátti á milli sjá hvort þeirra hafði meira aðdráttarafl fyrir ungu kynslóðina.

Mynd DS: Hafsteinn forstjóri með afabörnin Hafstein og Önnu Katrínu til hægri.

Mynd: María Norðdahl: Allir eru litlir í jólasveinalandi.

Mynd DS:  Skjólstæðingar Stekkjastaurs ábúðarfullir á svipinn enda eins gott að haga sér vel til að fá nammi.

Mynd DS:  Þessi litla stúlka var dálítið hrædd við Stekkjastaur.

Mynd DS: Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Tý með afastrák.

Mynd DS: Tinni hans Kristjáns Þ. Jónssonar yfirmanns gæsluframkvæmda fór í jólafötin en þurfti að fara í megrun fyrst til að passa í þau því hann var búinn að borða svo mikið af kökum.